Kristjana Arngrímsdóttir

Myndaniðurstaða fyrir kristjana arngrímsdóttir söngkonaSöngkonan Kristjana Arngrímsdóttir hefur fjölbreyttan tónlistarstíl, allt fá þjóðlögum og vísnalögum uppí sjóðandi heita tangóa og dægurlög. Hún hefur haldið fjölmarga tónleika hér á landi og erlendis og gefið út fimm  sólóplötur;
Þvílík er ástin” (2000)
Í húminu” (2005)
Tangó fyrir lífið (2011)
Stjarnanna fjöld” (2014)
Ég hitti þig (2023)

 

Kristjana Arngrímsdóttir - Ég hitti þig

Fimmta hljómplata Kristjönu, “Ég hitti þig” er nýkomin út og er platan sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, – 10 lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar.

Útgáfutónleikar voru haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík 14.janúar og 18. janúar í Hofi á Akureyri. Uppselt var á báða tónleikana.

 

Geisladiskurinn og vinylplatan fást í verslunum og netverslunum hjá:
– Lucky Records á Rauðarárstíg 10 – vefverslun CD / LP
– Plötubúðin í Trönuhrauni 6 – vefverslun  CD / LP
– Alda Music á Eyjaslóð 7 – vefverslun CD / LP
– Smekkleysa á Hverfisgötu 32
– 12 tónar á Skólavörðustíg 15
– Reykjavik Record Shop á Klapparstíg 35 – bara vinyll
– Hljómsýn í Ármúla 38 – bara vinyll
– Penninn hljómdeild á Akureyri