Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir hefur fjölbreyttan tónlistarstíl, allt fá þjóðlögum og vísnalögum uppí sjóðandi heita tangóa og dægurlög. Hún hefur haldið fjölmarga tónleika hér á landi og erlendis og gefið út fimm sólóplötur;
“Þvílík er ástin” (2000)
“Í húminu” (2005)
“Tangó fyrir lífið“ (2011)
“Stjarnanna fjöld” (2014)
“Ég hitti þig“ (2023)
Fimmta hljómplata Kristjönu, “Ég hitti þig” er nýkomin út og er platan sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, – 10 lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar.
Útgáfutónleikar voru haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík 14.janúar og 18. janúar í Hofi á Akureyri. Uppselt var á báða tónleikana.
Geisladiskurinn og vinylplatan fást í verslunum og netverslunum hjá:
– Lucky Records á Rauðarárstíg 10 – vefverslun CD / LP
– Plötubúðin í Trönuhrauni 6 – vefverslun CD / LP
– Alda Music á Eyjaslóð 7 – vefverslun CD / LP
– Smekkleysa á Hverfisgötu 32
– 12 tónar á Skólavörðustíg 15
– Reykjavik Record Shop á Klapparstíg 35 – bara vinyll
– Hljómsýn í Ármúla 38 – bara vinyll
– Penninn hljómdeild á Akureyri