Sálmar

Andrés Þór – gítar
Karl Olgeirsson – píanó
Jón Rafnsson – kontrabassi

“Sálmar” er framhald af Hátíðarnótt sem kom út árið 2015 og hér  vinna þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, með sálma sem hafa fylgt íslensku kirkjuhaldi í gegn um áratugina og þar á meðal nokkra sem heyrast ekki svo oft lengur í kirkjum landsins, en þarna verða einnig nýjir sálmar, eins og Ljósfaðir eftir Sigurð Flosason.

Þeir nálgast laglínurnar nokkuð nákvæmt en leyfa sér nýjar leiðir í  hljómasetningum og spunnið er yfir formið, svo sálmarnir fá á sig alveg nýjan blæ og geta þannig séð alveg staðið sem sjálfstæðar jazz-tónsmíðar.

 1. Lýs, milda ljós
 2. Eigi stjörnum ofar
 3. Hærra, minn Guð, til þín
 4. Sjá, bát á bárum hrakti
 5. Nú bráðum vetrar byrja él
 6. Fræ í forsti sefur
 7. Guð sem skapar líf og ljós
 8. Haustvísur til Máríu
 9. Bænin má aldrei bresta þig
 10. Víst ertu Jesú kóngur klár
 11. Ljósfaðir