Fréttir

JR verkefni 2023
Árið 2023 verður 25. starfsár Guitar Islancio og í tilefni af því verða tónleikar þann 16.febrúar í Kaldalóni í Hörpu. Þar koma fram með tríóinu sænski saxófónleikarinn Jonas Knutsson, Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona og Sigfús Óttarsson, trommuleikari.

Einungis 150 miðar eru í boði á þessa tónleika og er miðasala á tix.is

DJÄSS lék 5 tónleika hér á landi í maí og júní. Tónleikaferðalagið enduðu þeir svo þann 25.júní á JAZZ BALTICA jazzhátíðinni í Þýskalandi.  Næstu tónleikar tríósins verða kl.16.00 þann 18.ágúst á Hjartatorgi í Reykjavík, fyrir utan verslunina Smekkleysu. Tónleikarnir eru hluti af sumarverkefnum Reykjavíkurborgar og í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur.

 

20-JRLP020-frontur

 

Þann 21.janúar kom út 12 laga vinylplata með Guitar Islancio. Platan, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi, inniheldur þjóðlög sem komið hafa út á geisladiskum tríósins í gegn um árin og er fáanleg í öllum helstu tónlistarverslunum.

Sjá nánar um plötuna

 

 

DJÄSS (Hot Eskimos) – DJÄSS

 

Þriðja plata tríósins DJÄSS, sem inniheldur 8 frumsamin lög, er komin út bæði á geisladisk og vinyl og fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum 

 

 

 

 

Eskimos

 

Tríóið Hot Eskimos, sem starfað hefur frá 2010 hefur skipt um nafn og heitir nú DJÄSS.

Geisladiskurinn “Songs from the top of the world” er loksins fáanlegur á vinyl

 

 

islensk-thjodlog-kapa

 

JR Music hefur gefið út bókina
“Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio” sem inniheldur 22 íslensk þjóðlög  …. meira

Bókin inniheldur 22 íslensk þjóðlög á nótum og með hljómum fyrir gítar og píanó og ljóðatexti undir laglínu gefur þeim sem ekki þekkja lagið, til kynna hvaða hluti er þjóðlagið sjálft og hvað er viðbót Guitar Islancio og notandi er ekki bundinn af útsetningu tríósins. Texti um lögin og uppruna þeirra er í bókinni sem og öll ljóðin, svo bókin hefur mikið upplýsinga- og varðveislugildi.

 

 

islensk-thjodlog-cd


“Þjóðlög”

Kominn er út geisladiskur með 14 laga safni af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns
…. sjá nánar

Skoða heimasíðu Guitar Islancio