Stefán Ómar / Jón Rafnsson DÚÓ

Þeir Stefán Ómar Jakobsson, básúnuleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari, hafa starfað saman í ótal verkefnum síðastliðin 20 ár. Hér kveður við nýjan tón hjá þeim, en þetta nýstárlega dúó hefur starfað frá árinu 2021. Skemmtilegar útsetningar á jazz-standördum, tangóum, dægurlögum, þjóðlögum og frumsömdu efni fá fallegan hljóm í flutningi þessara tveggja bassahljóðfæra sem deila sama hljómsviði og oftar en ekki spila þau sömu línur t.d. í klassískri tónlist.

Stefám Ómar Jakobsson – básúna
Jón Rafnsson – bassi