Bjössi … introducing Anna (JRCD016)

BJÖRN THORODDSEN - BJÖSSI, INTRODUCING ANNA

Bjössi – Introducing Anna (JRCD016)
Björn Thoroddsen

panta disk: jon@jrmusic.is verð  2.500,-
(verð inniheldur 11% vsk og sendingarkostnað)

 

Ný plata frá Birni Thoroddsen sem sannarlega er talsvert frábrugðin flestu sem hann hefur gert á löngum ferli. Platan var tekin upp í Nashville, sem margir segja að sé tónlistarhöfuðborg heimsins í dag því þar er allt að gerast og músíkin blómstrar sem aldrei fyrr. Með Bjössa á þessari plötu er einvala lið hljóðfæraleikara, m.a. tveir af bestu gítarleikurum heims, þeir Robben Ford og Tommy Emmanuel, sem báðir hafa komið og spilað á gítarhátíðum Bjössa hér í Reykjavík. Hér fáum við einnig að heyra í ungri söngkonu, Önnu  Þuríði Sigurðardóttur sem stígur sín fyrstu skref á ferlinum og gerir það svo sannarlega með tilþrifum. Lögin á plötunni eru eftir Robben Ford, sem stýrði upptökum og Björn Thoroddsen og tvö lög eru eftir Bob Dylan.

Hér má sjá alla diska JR Music

Allir geisladiskar JR Music eru aðgengilegir á “Spotify” og flestum öðrum tónlistarveitum