Þór Breiðfjörð

Myndaniðurstaða fyrir þór breiðfjörðÞór Breiðfjörð er leikari, söngvari og lagasmiður með farsælan feril að baki í Evrópu og á Íslandi. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur, aðra frumsamda, “Running Naked” (2008) og “Á ljúfu kvöldi” (2013), með 18 manna stórsveit, en þar má heyra söngleikjaaríur og sígild “crooner” lög. Þór vakti mikla athygli fyrir söng sinn sem Jean Valjean í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum í Hörpu árið 2012, en fyrir það hlutverk hlaut hann “Grímuna 2012”.  Einnig hlaut hann mikið lof fyrir  hlutverk sitt sem Júdas í tónleikauppfærslunni á söngleiknum Súperstar í Hörpu og Hofi vorið 2015.  Meðal annarra verkefna Þórs eftir heimflutning til Íslands, má m.a. nefna tónleikana/plötuna Yndislega eyjan mín, Frostrósir, Lögin úr teiknimyndunum, Kvöldstund með Þór Breiðfjörð, Piano Man (tónleikaröð) og fullyrða má að söngur og túlkun hans, er einkennist af hlýju, ástríðu og einlægni, hefur skipað honum í flokk okkar ástsælustu söngvara.

Myndaniðurstaða fyrir þór breiðfjörðÞór hefur gjarnan mörg járn í eldinum og má þar m.a. nefna s.k. veislutríó; söngur, píanó og kontrabassi, en þar er aðaláherslan á lög í anda flauelsbarkanna (Dean Martin, Frank Sinatra, Nat King Cole, Michael Bublé …), með íslenskum lögum í bland (Haukur Morthens, Vilhjálmur Vilhjálmsson o.fl.) og í lokin er hraðinn gjarnan aukinn aðeins ef fólk vill byrja að dilla sér með lögum í anda Elvis Presley, Tom Jones o.s.frv… og hægur leikur er að gera þetta aðeins veglegra með því að bæta við hljóðfærum, s.s. gítar og/eða blásurum.

Nánari upplýsingar og bókanir:
Þór Breiðfjörð s: 6188814 og thor@breidfjord.net
JR Music / Jón Rafnsson s: 8633177 og jon@jrmusic.is