Delizie Italiane

Myndaniðurstaða fyrir delizie italianeTríóið “DELIZIE ITALIANE” (ítalskt góðgæti) var stofnað í september árið 2000 í tengslum við mikinn áhuga meðlima á víni, matargerð og suðrænni menningu. Tónlistin var eins og punkturinn yfir i-ið eða “come il parmiggiano sulla pasta”, og þar blandast tónlistar- og menningarheimur Leone Tinganellis sem kemur frá Napóli, við menningarheim tveggja íslenskra Jóna með gjörólíkan bakgrunn í tónlist. Það tók þá félaga dálítinn tíma að finna rétta hljóminn í byrjun þar sem ekki var stuðst við neina fyrirmynd, en þeir telja sig nú vera búna að finna hinn eina sanna Delizie hljóm, – þar sem einfaldleikinn er hafður í fyrirrúmi.Delizie Italiane hefur komið fram við margvísleg tækifæri þar sem áherslan er lögð á þægilega og ljúfa ítalska stemmningu og þarf nú varla að minnast á að þessi tónlist  passar sérlega vel við mat og drykk. Tríóið hefur gefið út þrjá geisladiska, “Passione“, “Delizie Italiane” og “La vita con te“, sem allir hafa hlotið góða dóma og viðtökur og endurspegla svo sannarlega þá stemmningu sem einkennir tríóið.

Geisladiskar

Delizie Italiane
– Leone Tinganelli : söngur og gítar
– Jón Elvar Hafsteinsson : gítar og söngur
– Jón Rafnsson : kontrabassi og söngur