Tríóð Delizie Italiane leikur á veitingahúsinu Library Bistro/Bar á Ljósanótt 2022.
Þetta frábæra veitingahús er staðsett á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Keflavík og mun tríóið leika föstudaginn 2.september og laugardaginn 3.september frá kl.19.00 til 22.00.
Borðapantanir eru í síma 4215220 og librarybistro.is
Delizie Italiane, skipa þeir Leone Tinganelli (söngur og gítar), Jón Elvar Hafsteinsson (gítar og söngur) og Jón Rafnsson (kontrabassi og söngur) og hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út 3 geisladiska. Uppistaða tónlistardagskrár tríósins er ítölsk tónlist en þeir hafa einnig gert þó nokkuð af því að taka þekkt íslensk lög og snara textum þeirra yfir á ítölsku, – lög eins og Bláu augun þín, Braggablús, Það er gott að elska, Komdu í kvöld, Draumur um Nínu og Tvær stjörnur fengu ítalska texta og yfirbragð á þriðja geisladiski tríósins, La vita con te/Lífið með þér.
Næstum óþarft er að taka fram að þar sem leggja skal áherslu á ítalska stemmningu, hentar tónlist þeirra sérstaklega vel.
Tríóið hefur gefið út þrjá geisladiska, “Passione“, “Delizie Italiane” og “La vita con te“, sem allir hafa hlotið góða dóma og viðtökur og endurspegla svo sannarlega þá stemmningu sem einkennir tríóið.
Geisladiskar
– Leone Tinganelli : söngur og gítar
– Jón Elvar Hafsteinsson : gítar og söngur
– Jón Rafnsson : kontrabassi og söngur