JR Music

Í rökkurró“ Helena Eyjólfsdóttir
Tíbrá tónleikaröðin í Salnum 20.september 2018 kl.20.00

Á þessum tónleikum mun Helena sýna á sér aðra hlið en flestir hafa heyrt og séð í gegn um árin, en hún söng jú í mörg ár með vinsælustu danshljómsveitum landsins; Atlantik kvartettinum, Hljómsveit Ingimars Eydal og Hljómsveit Finns Eydal. Dagskrá kvöldsins mun samanstanda af mörgum af hennar uppáhaldslögum frá rúmlega 60 ára söngferli, bæði úr dægurlaga- og jazzdeildinni og verður yfirbragð tónleikanna bæði rólegt og rómantískt og fullt af skemmtilegum sögum og minningum. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Friðrik Ómar Hjörleifsson og þeim til fulltingis verður jazztríó og strengjakvartett undir stjórn Karls Olgeirssonar  …. lesa meira

Kaupa miða

A legend in Icelandic music for over 60 years, Helena Eyjólfsdóttir, sings some of her most popular songs and favorites through the years in new and cosy arrangements of Karl Olgeirsson. Helena has been on the stage since early 50´s singing rock, pop and dance music. In 2016 she released her first solo album including both original songs specially composed for her by many of Icelands greatest composers as well as some covers. The CD got great rewives and was highly accalaimed. On this concert Helena is backed up by a jazz trio and string quartett with special guest apperance by Friðrik Ómar, one of Icelands top singers.

Buy ticket

Guitar Islancio 20 ára
Bæjarbíó í Hafnarfirði 27.október
Tónleikar Guitar Islancio  í tilefni af 20 ára starfssfmæli tríósins og þar munu koma fram með þeim góðir gestir; Richard Gillis, trompetleikari frá Winnipeg í Kanada, en hann lék margoft með tríóinu á tónleikum í Kanada á síðasta áratug og m.a. á geisladisknum Connections sem kom út árið 2003. Egill Ólafsson heiðrar þá félaga með nærveru sinni, en hann hefur, eins og Richard Gillis, margoft komið fram með tríóinu, bæði hér á landi og erlendis og einnig verða með þeim þau Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona og Sigfús Örn Óttarsson, slagverksleikari.

Þessir tónleikar verða kynntir nánar á næstu dögum og miðasala hefst um miðjan ágúst.

 

Í lok október 2017 kom út hjá JR Music geisladiskurinn “Þjóðlög” með 14 lögum af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns …… sjá nánar

WWW.GUITARISLANCIO.IS