JR Music

 

Björn Thoroddsen
„Bjössi – Introducing Anna“, er ný plata frá Birni Thoroddsen sem sannarlega er talsvert frábrugðin flestu sem hann hefur gert á löngum ferli. Platan var tekin upp í Nashville, sem margir segja að sé tónlistarhöfuðborg heimsins í dag því þar er allt að gerast og músíkin blómstrar sem aldrei fyrr. Með Bjössa á þessari plötu er einvala lið hljóðfæraleikara, m.a. tveir af bestu gítarleikurum heims, þeir Robben Ford sem hefur spilað með Joni Mitchell, Miles Davis og Kiss og Tommy Emmanuel, en hafa báðir hafa þeir komið og spilað á gítarhátíðum Bjössa hér í Reykjavík. Hér fáum við einnig að heyra í ungri söngkonu frá Bolungarvík, Önnu  Þuríði Sigurðardóttur, sem stígur sín fyrstu skref á ferlinum og gerir það svo sannarlega með tilþrifum. Lögin á plötunni eru eftir Robben Ford, sem stýrði upptökum og Björn Thoroddsen og svo eru þrjú lög eftir meistara Bob Dylan ….. sjá nánar

Tónleikar í Háskólabíó 22.október
Reykjavik Guitarama 2016
Björn Thoroddsen – Robben Ford Band – Anna
Gítarveislur Björns Thoroddsen eru eftirsóttir tónlistaviðburðir sem Björn hefur haldið reglulega bæði hérlendis sem erlendis. Robben Ford sló eftirminnilega í gegn í Háskólabíói á síðasta ári og hann mætir aftur í gítarpartýið hans Bjössa og nú með eigin hljómsvei, skipaðri eintómum snillingum.
Anna er nýstirni í íslenskri tónlist, feikilega efnileg söngkona sem hefur unnið með Birni og Robben Ford að undanförnu og hún syngur á plötunni hans Bjössa og á svo sannarlega eftir að koma á óvart á gítarhátíðinni þann 22. október. Björn lofar góðri gítarveislu og segir að á Reykjavík Guitarama 2016 verði frábær blús, rokk af bestu gerð og kántrý sem fáir hafa heyrt hann spila. Kannski er Bjössi Thor bara  kántrýbolti þegar allt kemur til alls ……. kaupa miða

Hot EskimosHot Eskimos
Tónleikar í Salnum 5.nóvember …….. kaupa miða

Jazztríóið Hot Eskimos hefur að markmiði sínu að stela poppinu til baka því jazzinn var jú popptónlist síns tíma. Efnisval tónleika þeirra er því óvenjulegt;popp, rokk og pönklög. Frábær píanójazz með lögum eftir Jónsa, Of Monsters and Men, Björk, Bubba, Megas, Emiliönu Torrini, Magga Eiríks, Paul McCartney, Stevie Wonder ofl.

Liberté
Gunnlaugur Briem og Earth Affair
Tónleikar í Gamla bíói 20.október
Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair fagnar útgáfu plötunnar “Liberté” sem kom út nýlega, með glæsilegum útgáfutónleikum í hjarta Reykjavíkur, Gamla Bíói þann 20. Október 2016. Þetta er þriðja sólóverkefni Gulla,  en hann semur megnið af tónlistinni í samvinnu við Jökul Jörgensen ljóðskáld og bassaleikara. Þeim til fulltingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves (gítar) og Magnus Johannesen (hljómborð).  Tónlist Earth Affair er magnþrungin, ambient skotin með klassísku ívafi. Roland Hartwell mun stjórna strengjakvartett sem leikur með Earth Affair á tónleikunum en ásamt þeim verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson sérstakur gestur með sveitinni.
Tónleikar í Gamla bíó 20.okt. kl.20.30 …. kaupa miða

 

Jóhann ÁsmundssonFloating og So low
2 nýir geisladiskar í sölu og dreifingu hjá JR Music