JR Music

Mynd gæti innihaldið: Þór Breiðfjörð
JR Music hefur gefið út fjóra jóladiska, – fjórir ólíkir diskar, hver öðrum betri. Þeir eru fáanlegir í öllum helstu hljómplötuverslunum og  netverslunum s.s. plotubudin.is og heimkaup.is
Jól – Tríó Björns Thoroddsen (2005/2020)
Stjarnanna fjöld – Kristjana Arngrímsdóttir (2014)
Hátíðarnótt – Andrés Þór, Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson (2015)
Jól í stofunni – Þór Breiðfjörð (2015)

 

Eskimos

Tríóið Hot Eskimos, sem starfað hefur í 10 ár, hefur skipt um nafn og heitir nú DJÄSS. Geisladiskurinn “Songs from the top of the world” með þessu tríói er loksins fáanlegur á vinyl og  fæst hjá Hljómsýn í Ármúla, Lucky Records á Rauðarárstíg, Smekkleysu á Skólavörðutíg, Reykjavík Record Shop á Klapparstíg og 12 tónum á Skólavörðustíg.

 

Þessi vinsæli jóladiskur á 15 ára afmæli í ár og í tilefni af því hefur hann verið gefinn út á vinyl í takmörkuðu upplagi. Hægt að panta hjá JR Music á  jon@jrmusic.is    ….sjá nánar

Tríóið ætlaði að halda tónleika í tilefni afmælis og útgáfu en samfélagsaðstæður leyfa  það því miður ekki.
Stefnum ótrauð að tónleikum í desember 2021!

 

Stækka mynd

Þessi viðburður fellur niður
Nat King Cole – jól

Því miður falla niður tónleikar Þórs Breiðfjörð og félaga, sem áttu að vera í Salnum í Kópavogi þann 19.desember.

sjá nánar

 

Þessi viðburður fellur niður
Ef allt gengur  að óskum og aðstæður leyfa mun tríóið Delizie Italiane leika á veitingastaðnum Library Bistro bar á Park Inn Radisson hótelinu í Keflavík
– föstud 27. og laugard 28.nóv
– föstudag 4. og laugardag 5.des
– föstudag 11. og laugardag 12.des

Þeir munu leika frá kl.19.00 – 22.00 og samantendur efnisskráin af ítölskum jólalögum í bland við þeirra tónleikadagskrá og jólatónlist frá öðrum löndum. Sérlega vönduð dagskrá sem sannarlega gerir kvöldið eftirminnilegra.
Nánari upplýsingar og borðapantanir í s: 421 5222  / librarybistro@librarybistro.is

Þessi viðburður fellur niður Tríóið fagnar 20 ára starfsafmæli í ár og til stóð að halda tónleika á Café Rósenberg  í október í tilefni af því, en því var ekki viðkomið vegna Covid-19. Önnur tilraun verður gerð í byrjun desember og verður vonandi hægt að kynna það hér fljótlega.

 

JR Music hefur gefið út bókina
“Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio”
sem inniheldur 22 íslensk þjóðlög  …. meira

“22 Icelandic Folk Songs, arranged by Guitar Islancio” …. more

“22 Isländische Volkslieder, arrangiert von Guitar Islancio”
…. mehr

Bókin inniheldur 22 íslensk þjóðlög á nótum og með hljómum fyrir gítar og píanó og ljóðatexti undir laglínu gefur þeim sem ekki þekkja lagið, til kynna hvaða hluti er þjóðlagið sjálft og hvað er viðbót Guitar Islancio og notandi er ekki bundinn af útsetningu tríósins. Texti um lögin og uppruna þeirra er í bókinni sem og öll ljóðin, svo bókin hefur mikið upplýsinga- og varðveislugildi.

Bókin fæst hjá Pennanum – Eymundsson:  Austurstræti, Skólavörðustíg, Hafnarfirði,  Mjódd, Smáralind, Laugavegi 77, Suður-kringlu, Fríhafnarverslun og Akureyri
.…. fæst einnig í: Hljóðfærahúsinu Síðumúla, Tónastöðinni Skipholti, Rín Grensásvegi,
Lucky Records á Rauðarárstíg og hjá JR Music

fb-ernir190801-jón-02.jpg

 

Fréttablaðið 10.ágúst 2019 ……. lesa

 


“Þjóðlög”
  Geisladiskur með 14 laga safni af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns  …. sjá nánar

Þessi geisladiskur kemur út á vinyl fljótlega á næsta ári …sjá nánar