GLEÐILEGA AÐVENTU!
Falleg jólatónlist er nauðsynleg á aðventunni.
JR Music hefur gefið út fjórar jólaplötur sem allar hafa fest sig í sessi og eru orðinn hluti af íslenskri jóla- og aðventustemmningu.
Hátíðarnótt – Andrés Þór, Karl Olgeirsson og Jón Rafnsson
Jól – Tríó Björns Thoroddsen og Kristjana Stefánsdóttir
Stjarnanna fjöld – Kristjana Arngrímsdóttir
Jól í stofunni – Þór Breiðfjörð
Smellið á plötutitil fyrir frekari upplýsingar og þar eru beinir hlekkir á Spotify, Tidal og netverslanir og upplýsingar um tónlistarverslanir.
Ný útgáfa hjá JR Music
Jól í stofunni – Þór Breiðfjörð
– vinylútgáfa (JRLP026)
– endurútgáfa á geisladisk (JRCD015)
Fáanlegar í öllum helstu hljómplötuverslunum.
Nú loksins er þessi frábæra jólaplata fáanleg aftur og nú einnig á vinyl. Á plötunni eru þekktar jólaperlur auk tveggja nýrra jólalaga. Á plötunni er m.a. fallega jólalagið hennar Ingibjargar Þorbergs, sem við þekkjum sem Hin fyrstu jól, en hér er það einnig flutt með upprunalega textanum sem Ingibjörg samdi við lagið og nefnist Beautiful Christmas Time, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi texti hennar heyrist opinberlega. Ingibjörg var sérlega ánægð með þessa útgáfu Þórs.
Ég hitti þig – Kristjana Argrímsdóttir
– geisladiskur (JRCD024)
– vinylplata (JRLP025)
“Ég hitti þig” er fimmta hljómplata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur
Platan er sú fyrsta sem eingöngu inni-
heldur hennar eigin tónsmíðar, en á plötunni eru 10 lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar. Örn Eldjárn, sonur Kristjönu, á heiðurinn af frábærum útsetningum.
Árið 2023 var 25. starfsár Guitar Islancio og í tilefni af því voru tónleikar þann 16.febrúar í Kaldalóni í Hörpu. Þar komu fram með þeim sænski saxófónleikarinn Jonas Knutsson, Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona, Sigfús Óttarsson, trommuleikari.
DJÄSS lék á JAZZ BALTICA jazzhátíðinni í Þýskalandi í Júní 2022.
Hér er hægt að sjá tónleikana í heild sinni.
Í janúar 2022 kom út 12 laga vinylplata með Guitar Islancio. Platan, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi, inniheldur þjóðlög sem komið hafa út á geisladiskum tríósins í gegn um árin og er fáanleg í öllum helstu tónlistarverslunum.
DJÄSS hefur gefið út sína þriðju plötu,
sem einfaldleg nefnist DJÄSS og inniheldur hún 8 frumsamin lög.
Platan kemut út bæði á geisladisk og vinyl og er fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum
Tríóið Hot Eskimos, sem starfað hefur frá 2010 hefur skipt um nafn og heitir nú DJÄSS
Geisladiskurinn “Songs from the top of the world” er loksins fáanlegur á vinyl
JR Music hefur gefið út bókina
“Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio” sem inniheldur 22 íslensk þjóðlög …. meira
Bókin inniheldur 22 íslensk þjóðlög á nótum og með hljómum fyrir gítar og píanó og ljóðatexti undir laglínu gefur þeim sem ekki þekkja lagið, til kynna hvaða hluti er þjóðlagið sjálft og hvað er viðbót Guitar Islancio og notandi er ekki bundinn af útsetningu tríósins. Texti um lögin og uppruna þeirra er í bókinni sem og öll ljóðin, svo bókin hefur mikið upplýsinga- og varðveislugildi.
“Þjóðlög”
Kominn er út geisladiskur með 14 laga safni af fyrri diskum Guitar Islancio og áður óútgefinni útgáfu af ”Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns
…. sjá nánar
Skoða heimasíðu Guitar Islancio