Hér leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, í þægilegum jazzútsetningum, jólalög og sálma sem hafa fylgt íslensku jólahaldi í gegn um áratugina; Sjá himins opnast hlið, Það aldin út er sprungið, Jólasveinar ganga um gólf, Hátíð fer að höndum ein, Heims um ból o.fl.
Hlusta á Spotify
Þeir Andrés Þór, Karl og Jón verða væntanlega með nokkra tónleika á aðventunni 2022.
Á tónleikunum, sem eru um klukkustundar langir, leika þeir félagar diskinn frá upphafi til enda og þar sem útsetningarnar eru í rólegri kantinum verður stemmningin bæði þægileg og afslappandi. Áheyrendur hafa gjarnan talað um þetta og eru ánægðir með fyrirkomulagið, – gott að koma og bara hlusta og íhuga og njóta.
- Hátíð fer að höndum ein
- Sjá himins opnast hlið
- Opin standa himins hlið
- Það á að gefa börnum brauð
- Fögur er foldin
- Í dag er glatt í döprum hjörtum
- Nóttin var sú ágæt ein
- Jólin alls staðar
- Frá ljósanna hásal
- Jólasveinar ganga um gólf
- Leiðin til Betlehem
- Það aldin út er sprungið
- Heims um ból
Sjá meira um þetta verkefni