Upp úr síðustu aldamótum hóf Björn Thoroddsen að viða að sér nótum með nokkrum sálmum sem Marteinn Lúther (1483-1546) samdi á fyrri hluta 16.aldar, en vitað er að Lúther nýtti það besta í tónlist samtíma sins og átti samskipti við nokkur helstu tónskáld sem þá voru uppi. Hann var óragur við að breyta og endurnýja gamla tónlist og er dæmi um að hann hafi endurgert sálmalag, sem talið er að hafi verið samið um árið 1000.
Björn velur sömu leið, – endursemur eitthvað af verkum Lúthers, lagar þau að samtíma okkar og gerir sum þeirra að sínum verkum. Það var svo árið 2004 sem Björn gaf út geisladiskinn “Lúther” sem inniheldur 10 sálma og fékk diskurinn afar góða viðtökur, jafnt hjá hlustendum sem og í umsögnum gagnrýnenda m.a. …. “Á þessari plötu sækir Björn í tónlist sem samin var af upphafsmanni hinnar Lútersku Kirkju, sjálfum Martin Luther, en hann var mjög liðtækt tónskáld og samdi fyrst og fremst sálma. Nokkra þeirra er að finna í Sálmabókinni íslensku, en aðrir eru minna þekktir. Björn endursemur í raun mörg þessara laga og byggir á þeim grunni sem Luther skapaði. Segja má að hér sé byggð brú á milli miðalda og nútímans”.
Lagalisti:
- Í dauðans höndum Drottinn lá
- Nú héðan á burt í friði ég fer
- Vor Guð er borg á bjargi traust
- Endurlausnari var Jesús Kristur er dauðan sigraði
- Af himnum ofan boðskap ber
- Herra Guð í himnaríki
- Inpromptu Luther
- Svo vítt um heim sem sólin er
- Í miskun, Guð vor
- Gloria
panta disk : jon@jrmusic.is verð 2850,- (inniheldur 11% vsk og sendingarkostnað)
Hlusta á Spotify