Hot Eskimos

Tríóið Hot Eskimos er skipað þeim Karli Olgeirssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á bassa og Kristni Snæ Agnarssyni á trommur og hefur starfað frá árinu 2010. Þeir hafa gefið út tvo geisladiska sem báðir hlutu góðar viðtökur og lof gagnrýnenda og er fyrri diskur trósins, „Songs from the top of the World“ (2011) orðinn einn af söluhæstu instrumental-diskunum hér á landi og geysivinsæll meðal ferðamanna. Tríóið hefur frá upphafi lagt áherslu á sérstakar og vandaðar útsetningar á íslenskri pop, rock og punktónlist, en erlend lög og frumsamin eru einnig á þeirra dagskrá eins og heyra má á seinni geisladisk tríósins „We ride Polar Bears“.

Sjá nánar á www.hoteskimos.com