Hot Eskimos

Tríóið Hot Eskimos var stofnað árið 2010 af hljóðfæraleikurum úr ólíkum áttum. Þá langaði að taka íslensk rokk- og dægurlög frá hippatímanum til dagsins í dag, og máta við jazzformið. Útkoman varð svo óvænt og skemmtileg að þeir hljóðrituðu lögin sem komu síðan út á geisladisknum „Songs From the Top of the World“ í desember 2011. Diskurinn fékk frábærar viðtökur, hvort sem um var að ræða dóma gagnrýnenda eða hins almenna hlustanda. Þessum diski var síðan fylgt eftir með “We Ride Polar Bears” sem kom út haustið 2015. Þar var viðfangsefnið sviðað og á þeim fyrri auk nokkurra erlendra laga sem og frumsaminna.

Sjá nánar á www.hoteskimos.com