Dan Cassidy Trio & Andrea Gylfadóttir

Dan Cassidy Trio er nýstofnað tríó, skipað þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gitar, Dan Cassidy á fiðlu og Jóni Rafnssyni á bassa. Tónlistin og hljómheimurinn er í anda jazzfiðluleikaranna Stephané Grappelli, Didier Lockwood og Svend Asmussen.
Dagskráin samanstendur af jazz-standördum í bland við þekkt lög.

Andrea Gylfadóttir mun koma fram með tríóinu á komandi tónleikum
sem verða 9.september kl.18.00 í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Dan Cassidy – fiðla
Andrés Þór – gítar
Jón Rafnsson – bassi
Andrea Gylfadóttir – söngur