“Í rökkurró” tónleikar Helenu Eyjólfsdóttur
í Salnum í Kópavogi 20.september 2018
Á þessum tónleikum mun Helena sýna á sér aðra hlið en flestir hafa heyrt og séð í gegn um árin, en hún söng jú í mörg ár með vinsælustu danshljómsveitum landsins; Atlantik kvartettinum, Hljómsveit Ingimars Eydal og Hljómsveit Finns Eydal. Dagskrá kvöldsins mun samanstanda af mörgum af hennar uppáhaldslögum frá rúmlega 60 ára söngferli, bæði úr dægurlaga- og jazzdeildinni og verður yfirbragð tónleikanna bæði rólegt og rómantískt og fullt af skemmtilegum sögum og minningum. Helena Eyjólfsdóttir gaf haustið 2016 út sína fyrstu og einu sólóplötu sem einfaldlega nefndist „Helena“ og hlaut platan góðar viðtökur og lof hlustenda og gagnrýnenda og vermdi lagið Reykur toppstætin á vinsældarlista Rásar 2 í 8 vikur. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Friðrik Ómar Hjörleifsson og þeim til fulltingis verður jazztríó og strengjakvartett sem með sínum órafmagnaða hljómi mun fullkomna stemmninguna.
Karl Olgeirsson – píanó, orgel, harmonikka, hljómsveitarstjórn og útsetningar
Stefán Már Magnússon – gítar og slagverk
Jón Rafnsson – bassi
Strengjakvartett:
Matthías Stefánsson – fiðla
Hlín Erlendsdóttir – fiðla
Laufey Pétursdóttir – víóla
Örnólfur Kristjánsson – selló
Helena mun eins og áður sagði, flytja sín uppáhaldslög í glænýjum útsetningum Karls Olgeirssonar og má þar m.a. nefna sígild lög sem fylgt hafa henni í gegn um árin; Í rökkurró, Gettu hver hún er og Bel ami og svo lög af nýju plötunni; Glitra gullin ský, Rós, Lúka af mold og Reykur svo einhver séu nefnd. Helena hefur allan sinn feril sungið jazz og mun hún að sjálfsögðu flytja nokkur af sínum uppáhalds jazzlögum. En þetta er aðeins brot af lögunum sem munu heyrast þetta kvöld og hér er einstakt tækifæri að sjá og heyra eina af okkar ástsælustu söngkonum.
Myndir: Bent Marínósson
– hér koma myndir inn á næstu dögum frá þessum tónleikum. JR /8.12´18
______________________________________________________________________
Útgáfutónleikar Helenu Eyjólfsdóttur í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 7.apríl 2017
Myndir: Ásta Magnúsdóttir
– hér koma myndir inn á næstu dögum frá þessum tónleikum. JR /8.12´18
“Helena” – ný hljómplata með söngkonunni Helenu Eyjólfsdóttur
hér má heyra lagið “Reykur” eftir Karl Olgeirsson
Söngkonuna Helenu Eyjólfsdóttur þarf vart að kynna, – hún er fyrir löngu komin í þann hóp listamanna sem við köllum þjóðargersemi.
Hún hefur sungið fyrir okkur í rúm 60 ár og til eru hljóðritanir með henni allt frá því hún var 9 ára gömul að syngja í barnatíma ríkisútvarpsins,
15 ára að syngja á rokktónleikum í Austurbæjarbíói og síðar með Atlantic kvartettinum ásamt Óðni Valdimarssyni, hljómsveit Ingimars Eydal og hljómsveit Finns Eydal, – sem sagt, fullt af söngperlum sem fylgt hafa okkur í gegn um árin, en þrátt fyrir allt það sem er til hljóðritað með henni, hefur hún aldrei gefið út plötu í eigin nafni, að undanskyldum nokkrum tveggja laga plötum í upphafi ferils. En þar hefur nú orðið breyting á, því nú er fáanlegur geisladiskurinn “Helena” sem hefur að geyma 11 lög sem hljóðrituð voru undir stjórn Karls Olgeirssonar á síðastliðnu ári. Um er að ræða nokkur erlend uppáhaldslög sem hún hefur látið gera íslenska texta við og svo ný íslensk lög eftir þá Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Ingva Þór Kormáksson og Karl Olgeirsson, – allt lög sem ekki hafa komið út áður. Í einu laganna syngur hún geysifallegan dúett með Þorvaldi Halldórssyni, en þau sungu marga ógleymanlega dúettana á árum áður með hljómsveit Ingimars Eydal.
Helenu til aðstoðar á þessari plötur eru;
Karl Olgeir Olgeirsson – upptökumaður auk þessa að leika á píanó, rafpíanó, hammond, synthar og rhodes o.fl..hljf…
Stefán Már Magnússon – gítarar, rafbassi, banjó, slagverk o.fl. hljf…
Sigurður Flosason – tenór saxófónn
Þorvaldur Halldórsson – söngur
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir – söngur
Friðrik Ómar Hjörleifsson – söngur
Jón Rafnsson – kontrabassi
Matthías Stefánsson – fiðla
Bryndís Björgvinsdóttir – selló
Hlín Erlendsdóttir – fiðla
Laufey Pétursdóttir – lágfiðla
Margrét Þorsteinsdóttir – fiðla
lagalisti:
Saman á ný (Lag: Karl Olgeirsson Texti: Bragi Valdimar Skúlason)
Enginn veit (Lag: Manuel Alejandro, Ana Magdalena Texti: Hermann Ingi Arason)
Augun blíð (Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson)
Lúka af mold (Lag og texti: Magnús Eiríksson)
Undurfagra líf (Lag: Ingvi Þór Kormáksson Texti: Bragi Bergmann)
Reykur (Lag: Karl Olgeirsson og Trausti Örn Einarsson Texti: Karl Olgeirsson)
Manstu? (Lag: Ingvi Þór Kormáksson Texti: Bragi Bergmann)
Glitra gullin ský (Lag: Victor Young Texti: Eiríkur Karl Eiríksson)
Að eilífu (Lag: Boz Scaggs Texti: Bragi Bergmann)
Rós (Lag: Amanda McBroom Texti: Ómar Ragnarsson)
Í rökkurró (Lag: Al Nevins, Morty Nevins, Artie Dunn Texti: Jón Sigurðsson)
Upptökur fóru fram í Snjóhúsinu og í Tónkvísl
Upptökumaður – Karl Olgeirsson
Hönnun umslags – Guðrún Þórisdóttir
Ljósmyndun – Sveinn Speight – Fríða María Harðardóttir
Yfirlestur texta – Bragi Bergmann
Texti um Helenu / liner -Jónatan Garðarsson