Guitar Islancio og Unnur Birna

Guitar Islancio leikur á Jazzhátið Reykjavíkur 17.ágúst n.k. og sérstakur gestur þeirra verður Unnur Birna Björnsdóttir, fiðluleikari og söngkona. Dagskráin verður tileinkuð franska fiðluleikaranum Didier Lockwood, sem lék með Guitar Islancio á eftirminnilegum tónleikum á Jazzhátíðinni 2001. Hann lést aðeins 62 ára gamall í febrúar 2018, en þá var í undirbúningi önnur heimsókn hans hingað til Íslands og tónleikar með Guitar Islancio.

Frekari kynning á dagskrá tríósins og Unnar  kemur inn hér fljótlega. JR / 19.apríl ’22