Eggert og Spottarnir

Eggert Jóhannsson – söngur og gítar
Magnús R. Einarsson – gítar og söngur
Jón Rafnsson – bassi

Cornelis Vreeswijk á sér marga aðdáendur á Íslandi. Spottarnir er hljómsveit sem hefur haldið fjölmarga tónleika á undanförnum tuttugu árum, bæði opinberlega og prívat. Eggert Jóhannsson söngvari svaf eitt sinn í rúmi Cornelis í Malmö og hefur síðan sungið ljóðin og lögin eftir skáldið. Jón Rafnsson bassisti og Magnús R. Einarsson gítaristi forma tríóið ásamt Eggert.