DJÄSS

Tríóið DJÄSS (áður: Hot Eskimos) var stofnað árið 2010 af hljóðfæraleikurum úr ólíkum áttum. Þá langaði að taka íslensk rokk- og dægurlög frá hippatímanum til dagsins í dag, og máta við jazzformið. Útkoman varð svo óvænt og skemmtileg að þeir hljóðrituðu lögin sem komu síðan út á geisladisknum „Songs From the Top of the World“ í desember 2011. Diskurinn fékk frábærar viðtökur, hvort sem um var að ræða dóma gagnrýnenda eða hins almenna hlustanda.  Þessari útgáfu var síðan fylgt eftir með geisladisknum “We Ride Polar Bears” sem kom út 2015 og fékk hann einnig mjög góðar viðtökur.

Þriðja plata tríósins, sem inniheldur 8 frumsamin lög kemur út bæði á vinyl og geisladisk og er fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum. Útgáfunni verður síðan fylgt eftir með tónleikahaldi víða um land í upphafi næsta árs.

Sjá nánar um tríóið á www.djäss.com

http://www.facebook.com/hoteskimos
http://hoteskimos.wordpress.com/
DJÄSS/Hot Eskimos á youtube