Jól í stofunni – Þór Breiðfjörð

Image result for jól í stofunni“Jól í stofunni”
Jólatónleikar
Þórs Breiðfjörð

Sérstakur gestur:
Hrafnhildur Ýr

Jólatónleikar Þórs Breiðfjörð verða haldnir fjórða árið í röð og að sjálfsögðu nú, eins og undanfarin ár, í hinu glæsilega Gamla Bíói. Gestum býðst nú í fyrsta sinn að sitja niðri á hringborði þar sem boðið er upp á “fordrykk með jólabragði”. Einnig er hægt að kaupa sér sæti í venjulegum tónleikasætum uppi á svölum.
Andi ljúflingssöngvara á borð við Bing Crosby, Michael Bublé og Rod Stewart svífur yfir vötnum sem fyrr. Tónleikarnir, sem eru persónulegir, glæsilegir og hátíðlegir í senn; eru nú þegar orðnir fastur liður í jólunum hjá mörgum Íslendingum.
Sérstakur gestur er söngkonan og norðlendingurinn Hrafnhildur Ýr sem sló svo eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum the Voice.

Kaupa miða

Söngtríóið Nútímamenn:
Gísli Magna Sigríðarson
Hafsteinn Þórólfsson
Hlöðver Sigurðsson

Hljómsveit:
Tónlistarstjóri/píanó – Vignir Þór Stefánsson
Trommur – Þorvaldur Halldórsson
Kontrabassi – Jón Rafnsson
Fiðla/gítarar – Matthías Stefánsson
Blásturshljóðfæri/ásláttur – Sigurður Flosason

Hljóð: Sigurvald Helgason
Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason

Mæting fyrir gesti í “fordrykk með jólabragði” er klukkutíma fyrir tónleika

Fordrykkur með jólabragði
Freyðivínsglas ásamt fimm jólasnittum og jólakonfekti
Jólasíld með eplum og dillmauki
Fennelgrafinn Lax með hunangsdressingu,
Tvíreykt hangikjöt,aðalbláber og kotasæla,
Hreindýra-paté með nornaseyði og blóðbergi
Hunangsgljáður Kalkúnn með sætkartöflumauki
Jólakonfekt
(hægt að óska eftir grænmetis/vegan möguleikum)

Kaupa miða