Svare / Thoroddsen tríó

Jørgen Svare – clarinett Björn Thoroddsen – gítar Jón Rafnsson – kontrabassi Svare / Thoroddsen tríóið var stofnað árið 2002 þegar Jørgen Svare kom til Íslands og lék með þeim Birni og Jóni á tónleikum sem haldnir voru á Akureyri og tileinkaðir minningu Finns Eydal, klarinettuleikara. Jørgen Svare hafði leikið með þeim nokkrum sinnu áður, m.a. sem gestur með tríóinu Guitar Islancio á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000. Tónlistarstefnan var strax mjög ákveðin, – swing jazz í anda gömlu meistaranna í bland við frumsamin lög auk laga eftir Django Reinhardt. Fyrsti diskurinn, Jazz Airs, kom árið 2003 og fékk feiknagóðar viðtökur, bæði á Íslandi og í Danmörku, auk þess að fá sérlega góða dóma vestanhafs og þar að auki mikla spilun á útvarpsstöðvum þar. Í framhaldinu kom svo “Sweet and Lovely” og fékk hann ekki síðri dóma.  Árið 2008 kom svo út safndiskurinn “Radio Jazz” á vegum Global e. Rack S.A. de C.V. í Mexíkó. Tríóið lék fjölda tónleika á meðan það starfaði og kom fram á jazzhátíðum á Íslandi, í Danmörku og í N-Ameríku.

Tríóið starfar ekki lengur en til er óútgefið efni, tónleikar á Jazzhátíð Kaupmannahafnar 16.júlí 2006 og vonandi verður möguleiki á að gefa það út í framtíðinni.  Einnig er á döfinni að endurútgefa “Sweet and Lovely” sem hefur verið ófáanlegur í nokkur ár.

         

Sjá á YouTube