SDS tríó

SDS-tríó er nýstofnað tríó, skipað þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gitar, Dan Cassidy á fiðlu og Jóni Rafnssyni á bassa. Tónlistin og hljómheimurinn er í anda jazzfiðluleikaranna Stephané Grappelli, Didier Lockwood og Svend Asmussen, en þaðan kemur nafnið SDS, sem er vinnuheiti verkefnisins eins og er.
Dagskráin samanstendur af jazzstandördum í bland við þekkt dægurlög.