Ómar Einarsson / Jón Rafnsson DÚÓ

Image may contain: 2 people, people playing musical instruments, people on stage, guitar and indoor

Þeir Ómar Einarsson, gítarleikari og Jón Rafnsson bassaleikari hafa starfað saman í tæplega 30 ár. Tónlistardagskráin einkennist af skemmtilegum útsetningum þeirra á þekktum jazzlögum og skipar latin-tónlist stóran sess þar. Þeir hafa í tvígang (árin 2015 og 2018) hlotið styrk frá Landsbyggða- tónleikasjóði FÍH og FÍT til að fara um landið og flytja sína dagskrá. Erik Qvick, slagverksleikari, bætist stundum í hópinn þegar það á við og gefur það tónlistinni skemmtilega áferð.