Guitar Islancio

Guitar Islancio

Tríóið Guitar Islancio var stofnað árið 1998 af gítarleikurunum Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni og Jóni Rafnssyni bassaleikara og fagnar því 20 ára starfsferli í ár. Þjóðlög, bæði íslensk og erlend, hafa alltaf verið stór hluti af dagskrá tríósins, en einnig má þar heyra jazz- og popplög í skemmtilegum útsetningum auk þekktra laga eftir þá Gunnar og Björn. Tónlist Guitar Islancio hefur náð vinsældum víða um heim og hafa geisladiskar tríósins verið gefnir út í mörgum löndum Evrópu (s.s. í Skandinavíu, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi), í Norður Ameríku og Kanada, Kína og Japan. Sjá nánar á www.guitarislancio.is