Helena Eyjólfsdóttir (JRCD017)

HELENA EYJÓLFSDÓTTIR - HELENAHelena (JRCD017)
– Helena Eyjólfsdóttir

panta disk: jon@jrmusic.is
verð 2450,-  (verð inniheldur 11% vsk og sendingarkostnað)

 

 

Ferill Helenu Eyjólfsdóttur spannar rúmlega sextíu ár, hún hefur sungið inn á fjölda hljómplatna og starfað við tónlist óslitið frá barnsaldri. Helena var ekki há í loftinu þegar hefur hún söng inn á fyrstu plötuna en svo merkilega vill til að hún hefur ekki gert eiginlega sólóplötu fyrr en nú. Hér hefur Helena valið nokkur uppáhalds lög eftir erlenda höfunda og látið gera íslenska texta við þau og á plötunni eru líka ný lög eftir íslenska höfunda. Karl Olgeirsson stjórnar vinnslu plötunna og stýrir hljómsveitinni sem styður við heillandi söngtúlkun Helenu. Söngvarnir á plötunni hæfa Helenu einkar vel og það er ánægjulegt að hlýða á dúett sem hún flytur með sínum gamla söngfélaga Þorvaldi Halldórssyni.

Saman á ný (Lag: Karl Olgeirsson Texti: Bragi Valdimar Skúlason)
Enginn veit  (Lag: Manuel Alejandro, Ana Magdalena  Texti: Hermann Ingi Arason)
Augun blíð  (Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson)
Lúka af mold  (Lag og texti: Magnús Eiríksson)
Undurfagra líf  (Lag: Ingvi Þór Kormáksson  Texti: Bragi Bergmann)
Reykur (Lag: Karl Olgeirsson og Trausti Örn Einarsson   Texti: Karl Olgeirsson)
Manstu?  (Lag: Ingvi Þór Kormáksson   Texti: Bragi Bergmann)
Glitra gullin ský  (Lag: Victor  Young   Texti: Eiríkur Karl Eiríksson)
Að eilífu  (Lag: Boz Scaggs   Texti: Bragi Bergmann)
Rós  (Lag: Amanda McBroom    Texti: Ómar Ragnarsson)
Í rökkurró  (Lag: Al Nevins, Morty Nevins, Artie Dunn   Texti: Jón Sigurðsson)

….. sjá nánar 

Hér má sjá alla diska JR Music

Allir geisladiskar JR Music eru aðgengilegir á “Spotify” og flestum öðrum tónlistarveitum