Geisladiskar

songs from the top of the world - fronturSongs from the top of the world (JRCD011)
Áhugavert og  frumlegt  safn  íslenskra laga sem spanna tímabilið frá miðjum áttunda áratugnum fram að deginum í dag,  í skemmtilega svölum djassútsetningum. Hér má heyra þekkt dægurlög eins og Stolt siglir fleyið mitt í bland við nýbylgju 9. áratugarins og sígild popplög eins og Can´t Walk Away. Tíundi áratugurinn og nútíminn eiga sína fulltrúa í lögum á borð við Þú komst við hjartað í mér, Is it true? og Army of me. Fullyrða má að öll þessi lög snerti hjartastreng íslenskrar alþýðu og skiptir þá engu hvaða tónlistarstíl eða tímabili þau tilheyra ….. lesa meira

Frontur Hot Eskimos JRCD013We Ride Polar Bears (JRCD013) er annar geisladiskur tríósins Hot Eskimos og hér er viðfangsefnið ekki ósvipað og á þeirra fyrri disk, þ.e. þekkt íslensk lög í jazzútgáfum, lög eins og Lakehouse, Sumargestur, Draumur um Nínu og Fréttaauki. Þrjú erlend lög eru á þessum diski, m.a. gamli slagarinn “Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig” sem með árunum hefur nú eiginlega orðið íslenskur og svo eru tvö lög eftir píanóleikara tríósins, Karl Olgeirsson  …….. lesa meira