Bókin

 

Frá stofnun tríósins Guitar Islancio árið 1998 hafa Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson lagt mikla rækt við þjóðlögin sem hafa verið spiluð og sungin í gegnum aldirnar. Þjóðlög eru órjúfanlegur hluti af menningararfinum sem tríóið nálgast  af nærgætni og virðingu. Þremenningarnir spinna við lögin, einfaldar laglínur fá á sig nútímalegan blæ sem er í senn íslenskur og alþjóðlegur. Tríóið hefur notið mikilla vinsælda og komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um heim.

 

 

 

Bókin inniheldur 22 íslensk þjóðlög á nótum og með hljómum fyrir gítar og píanó. Ljóðatexti undir laglínu gefur til kynna hvaða hluti lagsins er sjálft þjóðlagið og hvað er viðbót Guitar Islancio. Notandi er því ekki bundinn af útsetningu tríósins, en þarna er hægt að fá ýmsar hugmyndir um útfærslu á tónlistinni. Ljóðin við lögin eru í bókinni auk upplýsinga um uppruna laganna og sögu þeirra.
Bókin hefur því mikið upplýsinga- og varðveislugildi.

Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio (JRBK019)

 1. Austan kaldinn á oss blés
 2. Á Sprengisandi
 3. Á Sprengisandi (S. Kaldalóns)
 4. Bí, bí og blaka
 5. Bíum, bíum, bamba
 6. Dýravísur
 7. Ég veit eina brúði skína
 8. Fagurt galaði fuglinn sá
 9. Gilsbakkaþula
 10. Góða veislu gjöra skal
 11. Guð gaf mér eyra
 12. Hættu að gráta hringaná
 13. Kindur jarma í kofunum
 14. Krummi krunkar úti
 15. Krummi svaf í klettagjá
 16. Ólafur liljurós
 17. Sofðu unga ástin mín
 18. Stóð ég úti í tunglsljósi
 19. Sæll Jesú sæti
 20. Veröld fláa
 21. Vísur
 22. Þorraþræll